24 október 2004

Allt búið og í rólegheitum

Mikið er nú fjári gott að hafa stundum ekkert að gera. Reyndar hefur ýmislegt gerst í dag. Ég og varformaður Halans gengum frá nokkrum plöggum í dag sem gætu útvegað okkur góðan pening fyrir næsta vetur þ.e.a.s. Halaleikhópinn ekki veitir af því að allt kostar þetta peninga. Við fórum reyndar einnig niðrí Borgarleikhús og hirtum dótið sem við skildum eftir í gær þ.e. leikmyndina og fl. Ég er reyndar ágætlega sáttur við stuttverkahátíðina í gær, nema þetta kjaftæði síðast þ.e. gagnrýnina í restina, sem mér fannst hreinlega vera á röngum forsendum. Ekki orð meira um það á þessum vettvangi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home