17 október 2004

Skrall og ættfræði

Eftir gærdaginn ætti maður bara að segja æiiii.
Nei skrallið í gær var ekki sem verst þó veit ég ekkkert hvernig ég komst heim. Mig minnir að ég hafi þurft að styðja við hús á Rauðarárstígnum meðan ég talaði við konuna og gamla vinkonu í símann. Að öllu gamni slepptu þá var líka haustfagnaður á vegum Sjálfsbjargar (16.10) og ég og betri helmingurinn vorum þar. Þetta varð andsk.... gott skrall og allir komust óskemdir frá því.
Við Laufey systir áttum gott samtal um ættfræði og í hvaða ógöngur hún getur leitt okkur. "ég er afi minn" eða þannig. Meira um það síðar eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home