19 október 2004

Sjálfum sér verstur - stundum

Eitthvað er maður farinn að slappast í því að skrifa daglega. Það er náttúrulega vegna þess að dagarnir eru hverjum öðrum líkir og því ekki frá neinu spennandi að greina. Það má líka nota svona síður til að skrifa sig frá vandamálum, vanlíðan eða bara einhverju öðru sem er að angra mann í það og það skiptið. Þannig byrjaði þessi síða, og virkaði vel. Hvað hefur maður svo sem betra að gera en að tjá tilfinningar sínar og líðan. Þið þekkið öll frasan sem við notum þegar við erum spurð hvernig okkur líði. Sá frasi er oftast helv... lýgi við einfaldlega þorum ekki að segja satt og rétt frá. Er ég kominn út á hálan ís? Kannski - það er kannski betra að ræða þessi mál við sína nánustu fyrst heldur en að varpa þeim svona út í loftið. Ekki það að eitthvað sérstakt sé að hrjá mig þessa dagana heldur var ég aðeins að hugsa hvers vegna ég byrjaði á þessu og að dagurinn hafði ekki verið neitt spennandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home