01 janúar 2005

Nýjársnótt

Hér erum við kominn á fullt í eldamennsku á Kalkún og allt á fullum snúningi. Þar sem prentarinn hjá mér er bleklaus eins og svo oft áður þegar þörf er á að nota hann greip ég til þess ráðs að taka iBókina og fara með hana fram í eldhús svo hægt væri að lesa uppskriftina beint af skjánum Ég er alltaf svo sniðugur eða þannig
Kalkúnninn varð bara sæmilegur en nú er orðið svo mikið rok hérna (20:16) að það er ekki stætt út á svölum. Við urðum að bjarga yfirbreiðslunni af grillinu áður en hún fiki út í veður og vind en 5-10 kg. poki sem lá ofan á grillinu er farinn til andskotans hann var svo sem bara fullur af mold. Ætli Stebba blessunin finni hann ekki út á svölum hjá sér? Vonandi stendur þetta ekki lengi. Rokið stóð ekki lengi og úr rættist. Dolli mágur var hérna hjá okkur í mat ásamt mömmu. Um miðnættið skruppum við Dolli út á Klambratún og skoðuðum flugeldasýningu landans.
Ég keyrði mömmu heim skömmu eftir miðnættið en hún hefur verið að ansi lasinn undanfarna daga, í bakaleiðinni sótti ég Guggu og sitjum við nú hér fjögur og spilum UNO af miklum móð. Spilamennskunni lauk kl. 07:00 þann fyrsta janúar 2005.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home