02 febrúar 2005

Aldrei neitt að marka þennan gauk

Það er aldrei neitt að marka það sem maður segir, blaðraði heil ósköp um það hér fyrir nokkuð löngu síðan að hér skildi sko "bloggað" á hverjum degi. Það sést eða hitt þó heldur, síðasta færsla orðin viku gömul eða þannig. Ástæðan er einföld, það er ekki frá miklu að segja, alla vega ekki til að bera á torg hér. Dagarnir eru hverjum öðrum líkir og allt í föstum skorðum. Þó er hægt að greina frá því, að við SJER félagar spilum á þorrablóti núna um næstu helgi og allar horfur á að svo verði einnig helgina þar á eftir. Það er semsagt nóg að gera í spilamennskunni.

Undirbúningur undir leiksýningu Halaleikhópsins á Kirsuberjagarðinum gengur vel en nú er hópurinn á kafi í að ganga frá leikmynd og þvíum líku. Ég er að spá í að fara að sjá Memento mori hjá LK um helgina og hlakka til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home