15 október 2005

Nýkominn úr göngutúr


Það er orðið ansi langt síðan hér hefur eitthvað verið skrifað. Ég hef bara haft svo fjári mikið að gera að þetta hefur alveg setið á hakanum. Lífið og tilveran hér er bara vinna, éta sofa eða þannig. Þó hefur hitt og þetta gerst. Mamma og Magga (systir) komu hér sl. miðvikudagskvöld og sátum við hér og ræddum málin. Það var ósköp notalegt.
Ég fékk mér ágætis göngutúr hér áðan í rigningunni, og naut þess að fá góða hreyfingu. Þetta er eitthvað sem maður gerir allt of lítið af, þarf að vera duglegri við þetta. Þetta er náttúrulega lang besta aðferðin við að skoða bæinn.
Ýmsir hafa verið að spyrja hvernig Sigga hafi það - hún hefur það fínt. Löngu búinn að jafna sig frá því þarna um daginn. Þetta er bara svona ástand sem kemur og fer.
Við erum að fara í leikhús á morgun ætlum að sjá Klaufa og kóngsdætur held að það verði hin besta skemmtun. Það er á stefnuskránni að vera svolítið duglegur við að fara í leikhús þennan veturinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home