01 október 2005

Stóð ekki við fyrirheitin

Mikið var maður latur í gær þegar ég kom heim úr vinnu, ég nennti bara alls ekki að gera neitt og fór að sofa löngu fyrir miðnætti. Já ég veit að enginn trúir því sem að þekkir til , en svona er þetta bara. Öll fögru fyrirheitin um að gera hitt og þetta sem átti að gera ruku út í loftið.
Það var hálfgerð martröð að komast heim úr vinnu í gær. Umferðin var með því versta sem ég hef séð lengi, reyndar hafði orðið slys í Ártúnsbrekkunni sem tafði umferð. Annars er maður orðinn nokkuð glúrinn að finna "rétta" tímann til að fara á milli svo ferðinn taki ekki of langan tíma.
Í kvöld verða stjórnarskipti hjá okkur í Kiwanisklúbbnum Esju og yfirgef ég stjórnina og má segja að ég sé hálf feginn en ég er búinn að vera viðloðandi stjórnarstörf mjög lengi. Nú verður maður bara óbreyttur og ætla ég mér að njóta þess. Þarna verður mikið húllum hæ í kvöld dansleikur og alles að manni skilst. Vonandi að allir skemmti sér vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home