02 júlí 2006

Munaðarnes



Ég var víst ekkert búinn að skýra frá því að við yrðum viku í Munaðarnesi, en við fórum þann 23. júní þangað. Hver eru svo þessi við náttúrulega ég og Sigga ásamt Guggu vinkonu okkar en hún hafði fengið hús á leigu þarna.

1. dagur í Munaðarnesi.
Komum hingað um kl. 14 og renndum upp að þjónustumiðstöðinni og tilkynntum komu okkar. Athygli okkar var strax vakin á því að húsið (nr. 7), sem við ættum að vera í væri mjög svo ill aðgengilegt fötluðum, hófst þá upp nokkur rekistefna um hvað væri til ráða. Ekki væri hægt að hringja í þann sem útvegaði húsið vegna sumarleifa. Umsjónarmaður staðarins bað okkur aðeins um að doka og kom svo til baka og sagðist vera með lausn á þessu. Afgreiðslustúlka í þjónustumiðstöðinni hafði fengið næsta hús fyrir neðan og bauðst til að skipta við okkur. Þáðum við það með þökkum. Það kostaði nokkuð bras að koma öllu dótinu inn enda upp brekku, en hefðum við verið í upphaflegu húsi þá hefði það verið vonlaust. Ég sé mig reyna að koma Siggu þangað uppeftir í möl og alles.
Eftir að við höfðum komið okkur þokkalega fyrir þá skellum við okkur í heita pottinn og nutum þess hreint í botn. Kvöldinu var síðan eitt í rólegheitum.

2. dagur í Munaðarnesi
O.M.G! að vera með þessum tveim, það tekur stundum á taugarnar. Þær fjasa hér hvor uppí aðra þannig að ég fæ stundum alveg nóg. “þú ert ekki barnanana bestur” segir Sigga, sem ekki getur hætt að fjasa. “Ég er ekkert að fjasa” “ég má aldrei segja neitt”, sagði Sigga einu sinni enn.
Þessum degi var eitt í leti, skoppið niðrí Borgarnes til að ná í eitt og annað smálegt, þegar komið var heim þá var farið beint í pottinn og legið þar í suðu. Passað var vel uppá að hafa nógan bjór með. Mín þurfti samt að “fjasa” yfir því. Henni var þá bara gefin “Caribbean Twist” í staðin og undi hún glöð við sína flösku góða stund.
Ekki nenntum við á ballið sem átti að vera hér í kvöld, en við spiluðum Scrabble fram á nótt (eiginlega má sega að ég hafi spilað það) ég þurfti að hjálpa þeim svo mikið. Reyndar varð ég lægstur hefði átt að fá samanlögð stig þeirra líka. Eymingja ég.

3. dagur í Munaðarnesi
Þessi dagur var tekin heldur rólega. Við fórum í smá skreppitúr fyrst í Reykholt og svo þaðan í Húsafell. Kvöldinu var síðan eytt í sjónvarpsgláp og farið snemma að sofa eða þannig.

4. dagur í Munaðarnesi
Fjandinn hafi það nú var sofið næstum því í hálfan sólarhring. Dröttuðumst ekki á fætur fyrr en um hádegi. Veðrið var hundleiðinlegt kalt og gekk á með skúrum. Ekkert farið í pottinn, reyndar höfum við ekki getað það vegna veðurs síðan í fyrradag.
Kvöldinu var eytt í að spila Uno.

5. dagur í Munaðarnesi
Þennan dag var þokkalegt veður og nú skildi aldeilis farið í pottinn. Ok., ég sendur út til að athuga með pottinn en þá var hann orðin svo skitugur að það var ekki hægt. Hringum við þá í umsjónarmann og kom hann að vörmu spori. Tæmdi pottinn og hreinsaði og sagði að það tæki drjúga stund að renna í hann aftur. Sáum við fram á að komast kannski ekkert í pottin en ákváðum að sjá til. Ekki voru komnir nema nokkrir sentimetrar af vatni í pottinn þegar þær voru komnar ofaní. Heimtuðu drykk og létu svo vatnið smá hækka í. Eftir u.þ.b. 1 og hálfan tíma var orðið nokkuð góð vatnshæð í pottinum og bættist ég þá í hópinn.

6. dagur í Munaðarnesi
Þessi dagur fór í undirbúning fyrir heimferð og svoleiðis og ekkert farið í pottinn, sem náttúrulega var alveg hundfúlt en við því var ekkert að gera.

7. dagur í Munaðarnesi
Lögðum á stað nokkuð snemma heim, eftir að ég var búinn að skúra húsið hátt og lágt. Þið trúið því náttúrulega ekkert, en satt er það nú samt. Stefnan tekin á Mosó, og þaðan síðan beint austur í Reykholt á sumarhátíð CP félagsins, sem alltaf er haldinn fyrstu helgina í júlí.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home