29 maí 2006

Að loknum kosningum

Það hefur verið frekar rólegt hjá okkur síðustu vikuna. Það eina sem lífgaði uppá þetta allt voru náttúrulega kosningarnar. Ég skrapp á eina kosningavöku í sveitinni og var gaman að fylgjast með þegar fyrstu tölur komu loksins, en það var ekki fyrr en uppúr kl. 23:00. Tölunum var tekið fagnandi, og sem betur fer þá breyttist niðurstaðan ekki. Gerði annars stuttan stans þarna nóg til að klára úr einni kollu. Á leiðinni heim heyrði ég mikil fagnaðarlæti frá kosningavöku VG greinilegt að þar voru menn kátir líka.
Það var haft á orði við mig að nú sætum við sveitamennirnir uppi með þrjá kónga en hefðu velt einni drottningu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home