21 október 2006

Ég er nörd

Ég held að ég sé að komast á þá skoðun að ég sé algjört nörd. Hvað er ég svo sem að gera mér til dundurs eftir vinnu. And... hafi það að ég nenni að glápa á sjónvarpið. Nei, þeim andskota nenni ég ekki enda segir Sigga "þú nennir aldrei orðið að horfa á sjónvarpið með mér". Eins og hún geti það ekki hjálparlaust.
Ég hef verið að vinna að tveim vefsíðum samtímis núna undanfarið, önnur fyrir Kiwanisklúbbin Geysi en hin er fyrir Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Síðan fyrir Kiwanisklúbbin hér í sveitinni er búin en hin er að klárast. Ég er semsagt algjört Nörd.
Ég ætla að bæta við einni krækju hér á síðuna en það eru myndir sem ég tók í Kína árið 1977. Í fyrra vetur á skannaði ég þær allar inn og á ég nú afrit af þeim á geisladiski en þetta var allt á 35mm slides filmu. Myndirnar hafa bara geymst nokkuð vel. Mig minnir að sumir séu búnir að bíða eftir að sjá þær í tæp 30 ár eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home