Allur lurkum lamin

Það er búið að vera mikið að gera þessa helgi. Haldinn afmælisveisla fyrir mömmu, sem reyndar á afmæli seinnihluta ágúst mánaðar. En það helgast einfaldlega af því eins og sagði í fyrri færslu að við erum öll á landinu núna systkynin.
Í dag fórum við í göngutúr að skoða Lambafellsklofa. Hvað skyldi það nú vera jú það er lítið fell nálægt Keili sem heitir Lambafell og er klofið þannig að það er hægt að ganga í gegnum það. Fyrir mig var þetta nokkuð strembin ganga en hafðist. Alla vega er ég nú allur lurkum laminn.
Í dag fórum við í göngutúr að skoða Lambafellsklofa. Hvað skyldi það nú vera jú það er lítið fell nálægt Keili sem heitir Lambafell og er klofið þannig að það er hægt að ganga í gegnum það. Fyrir mig var þetta nokkuð strembin ganga en hafðist. Alla vega er ég nú allur lurkum laminn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home