27 júní 2005

Aðgengið að batna - sumarbústaðaferð

Eftir svona 3 - 4 daga verður hægt að segja að það verði orðið vel fært hér heim til okkar en nú er frágangur á lóðinni hér fyrir utan aðalinnganginn kominn á loka stig. Aðgengið ætti að vera orðið gott undir næstu helgi.
Annars er maður enn að jafna sig eftir Akureyrar ferðina, (allt of mikið junk fæði) og bara ferðaþreyta.
Núna eftir að ég var búinn að vinna skrapp ég í sumarbústaðinn hennar tengdó í grill og fl. Átti þar notalega kvöldstund með fjölskyldunni. Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem ég fer austur og held að í þessi tæpu 30 ár sem ég hef komið þangað hafi ég aldrei verið svona seint. Yfirleitt hefur maður farið uppúr miðjum maí jafnvel fyrr.
Sigga varð eftir fyrir austan en hún ætlar að vera þar með mömmu sinni í 2 - 3 daga skilst mér. Ég hef það þá bara eftir minni hentisemi á meðan og nýt þess í botn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home