11 júlí 2005

Síðastliðin vika

Það er orðið nokkuð langt síðan hér hefur verið bloggað. Ástæðan er einföld undirritaður hefur verið veikur og haft um annað að hugsa en bloggið.
Hvað var svo að "kalli" jú mjög alvarlegt þursabit svo slæmt að ég gat mig nánast ekki hreyft í 4 - 5 daga. Er kominn á ról aftur.
Það hefur ekkert merkilegt svo sem gerst s.l. viku en þó hefur okkur tekist að rýma litla herbergið hjá okkur sem gegnt hefur hlutverki geymslu síðan við fluttum. (Geymslurnar eru loksins tilbúnar, og búið að rusla öllu þangað niður). Það má segja að nú séum við loksins búinn að flytja þegar þetta herbergi verður komið í notkun. Það verður óneitanlega gott að geta komið t.d. hljóðfærunum fyrir ásamt sjónvarpi og tilheyrandi græjum sem nú eru til óprýðis í stofunni.
Útlit er fyrir strangar æfingar hjá okkur strákunum í SJER á báti út vikuna, en um næstu helgi ætlum við að spila á Gömlu Borg í Grímsnesi eins og við gerðum í fyrra. Í fyrra tókst mjög vel til og engin ástæða til annars en að svo verði líka núna. Vonandi gott "gigg" framundan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home