16 október 2005

Fyrsta leiksýningin í vetur

Eins og minnst var á í gær þá var farið í leikhús í dag. Við fórum að sjá Klaufa og kóngsdætur, sýningin var stórskemmtileg en skemmtilegast af öllu var held ég að fylgjast með börnunum. Það var yndislegt að sjá viðbrögð þeirra við sýningunni. Það er helst að maður sjái barnafólkið í fjölkyldum okkar við svona tækifæri, alla vega hittum við tvennt þarna sem við þekktum og börnin skemmtu sér vel. Ég var eitthvað að tala um það að við ætluðum að vera dugleg við að fara í leikhús í vetur enda sýnist mér úrvalið vera nóg. Nú er bara að standa við stóru orðin og drífa sig í að panta miða á næstu sýningu.
Þetta búinn að vera fínn dagur, við fengum reyndar sorgarfrétt rétt áðan en meira um það síðar, kannski.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home