18 október 2005

Í nógu að snúast


Það er búið að vera í nógu að snúast í dag fyrir utan það að vera að vinna. Við systkinin (ég og Magga) gengum frá ásamt mömmu umsókn um vistunarmat fyrir "gömlu" og verður því skilað inn á morgun. Við sendum beiðni um slíkt í gær og í morgun var hringt í mig og ég beðinn um að ganga frá umsókn ef ég gæti. Þetta er semsagt komið á rekspöl.
Í gær var var sett upp öryggiskerfi hér hjá okkur og er það nú þegar búið að bögga okkur tvisvar með þvílíkum hávaða að ég held að ég hafi misst næstum heyrnina. Þetta eru víst mjög algeng mistök hjá fólki svona í byrjun og er það einfaldlega röng notkun sem veldur þessu. En sem sagt þjófarnir í sveitinni, ef einhverjir eru mega vara sig.
Ég var að koma af bogfimiæfingu en ég var eitthvað að tala um það að ég hefði varla notað nýja bogann, sem ég keypti úti um daginn. Árangurinn var heldur ekki til að hrópa húrra yfir. Gildir þá ekki bara "praktis macht perfect". Djö.... er maður að verða góður í þýsku; Á meðfylgjandi mynd sést ég undirbúa fyrsta skotið af þeim nýja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home