11 desember 2005

Afmælisveisla - gramsað í dóti og fl.

Þetta er búinn að vera ósköp notaleg vika. Tíminn líður allt of hratt eins og ég hef áður minnst á. Við hjónakornin fórum í 30 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Geysis í gær og var það mikil veisla og fjölmenn. Ég skemmti mér mjög vel og svo held ég að hafi verið um Siggu líka. Einn góður félagi minn dró hana út á dansgólfið og þaðan kom hún alveg lafmóð til baka eftir drjúga stund. Við vorum nú ekki margir Esjufélagarnir þarna en við alla vega skemmtum okkur vel. Hins vegar fór ég að finna til óþæginda þarna um kvöldið, sem skýrðist morgunin eftir en þá var ég kominn með einhvern fjárans flensuskít.
Sigga er búinn að vera hálf eyðilögð sl. viku vegna þess að hún saknaði ýmislegs jóladóts, búinn að vera að leita að því en fann hvergi. Þetta voru t.d. aðventuljós gluggaskreytingar og fl. Við fórum niður í geymslu áðan og nú skildi gera úrslita tilraun til að finna þetta. Viti menn þetta lá næstum því fyrir framan nefið á okkur, ég veit eiginlega ekki hvernig þær hafa leitað um daginn mæðgurnar. Alla vega er allt fundið og kella mín getur hætt að hafa áhyggjur af þessu. Aðventuljósin kominn út í glugga - svona bara assgoti fín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home