29 nóvember 2005

Tekið á í sportinu

Um síðustu helgi tók maður vel á í sportinu æfingar báða dagana. Þeir eru farnir að tala um það félagarnir í boganum hver eigi eiginlega að verða næsti mótstjóri ef ég fer nú að keppa líka? Ekki ætla ég að hafa áhyggjur af því, ég keppi ef mig langar til.
Við settumst aðeins niður nafnarnir í boganum og að hans ráði þá voru græjurnar aðeins "tjúnaðar" til. Það var eins og við mannin mælt að árangurinn lét ekki á sér standa. Nú er ég loksins að verða sáttur við nýju græjuna. Enda eins gott, það lá við að ég fleygði öllu "draslinu" um daginn. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta skiptir miklu máli að hafa dótið í lagi.
Annars hefur þetta verið rólegheita vika, tveir fundir framundan á morgun og þar af annar pólitískur (hvar skildi það nú vera?). Já nú á að fara að skipta sér af pólitíkinni hér í sveitinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home