05 nóvember 2005

Allt er til á netinu

Það er með ólíkindum hvað menn geta grafið upp á netinu nú um daginn var ég að lesa bloggsíðu sem ég les nokkuð oft "Um tilgangsleysi allra hluta" og þar var spurt hvort enginn hefði reynt að hafa uppá mann garminum sem heimtaði sætið af Rósu Parks hér um árið í strætónum í Montgomery Alabama. Það stóð ekki á svari "minningargrein" í Guardian hafði birst um þennan mann sem olli í raun straumhvörfum ásamt Rósu.
Það er gaman að þessu, og stundum kemur það sem maður getur fundið á netinu manni algjörlega á óvart.
Annars var ég að koma úr vinnu og er á leið á haustfagnað Sjálfsbjargar og ÍFR sem halda á í kvöld.
Ég var að lesa póst frá henni Laufeyju systur minni og ég skora á hana að fara að blogga og þau hin reyndar líka. Við erum svo dreifð um landið. Hún var bara að segja fréttir af sér og sínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home