09 nóvember 2005

Annasamur dagur

Þetta er búinn að vera annasamur dagur.
  1. Byrjaði með því að fara til tannlæknis í morgun
  2. Erindast fyrir húsfélagið hérna.
  3. Í vinnuna (það verður að gera það líka)
  4. Endaði svo á fundi hjá ÍF en þar voru allar nefndir sambandsins samankomnar.
Á svona dögum er eins gott að draga andan djúpt ef maður á ekki að fara á límingunum. Það verður helst að gera allt í einu. Ég er í meðferð hjá tannlækni nú á að hressa upp á karlinn svo að hann eigi nú ekki á hættu að missa allar geiflurnar. Ég er náttúrulega helv... skræfa, já það er alveg satt ég viðurkenni það alveg. Fer ekki til tannlæknis/læknis fyrr en allt er komið í óefni. Nema það er búið að taka 1/4 af því sem þarf að gera, og þetta var lítið mál.
Í gær var ég kosin í bogfiminefnd ÍFR og tók að mér að verða ritari hennar, það er mikið starf framundan og erum við ákveðnir í að rífa þetta upp og finnum það að hópurinn stendur á bak við okkur. Það eru nokkur mál sem bíða úrlausnar og vonandi tekst okkur að koma þeim á góðan rekspöl sem fyrst.
Einnig tók ég mér aftur sæti í bogfiminefnd ÍF en ég hafði sagt mig úr henni fyrir nokkrum árum vegna þess að ég var ósáttur við vinnubrögð hennar.
Ég hef engin viðbrögð fengið við tilmælum mínum hér í síðasta innleggi, þið vitið til hverrar. Hún er kannski bara hætt að lesa bullið í mér.

2 Comments:

At 21:55, Blogger Ása Hildur said...

Ja hérna ég sem hélt þú værir búin að gefa yfirlýsingar um allt að nú ætlaðir að hætta þessu félagsmálastöffi. En ég skil svona er það bara að vera félagsmálafrík. Til hamingju með nýju embættin ;-)

 
At 15:41, Blogger Jón Eiríksson said...

Það er bara svona maður getur aldrei látið drauma sína rætast

 

Skrifa ummæli

<< Home