15 nóvember 2005

Einn hundþreyttur

Hvað get ég haft til málanna að leggja núna? Svei mér þá ég veit það ekki, dagarnir eru hverjir öðrum líkir það vita allir hvað ég á við.
Það fór aldrei svo að maður fengi ekki loksins vetur, svona eins og þeir eiga að vera. Þeir eru ekki mikið að hafa fyrir því að moka eða salta hér í sveitinni. Gatan hérna er svo flughál núna að það hálfa væri nóg. Maður er greinilega allt of góðu vanur, alla vega meðan ég var í Reykjavíkinni þá var þetta aldrei vandamál, enda strætógötur sem við bjuggum við.
Ég var að koma af æfingu áðan og orðið nokkuð langt síðan ég hef getað skotið nokkuð. Það lá við að ég henti öllu helv... draslinu svo illa gekk mér. Það þýðir bara ekkert að hugsa svona, þetta kemur allt með æfingunni. Það gerist víst ekkert af sjálfu sér. Það þýðir ekki heldur að vera eitthvað fúll þó árangurinn sé ekki alveg í topp eftir að vera búinn að vinna fullan vinnudag og vel það, og fara síðan beint á æfingu. Ó, nei.
Ég var einmitt að hugsa hvort ég ætti að fara þar sem ég væri ekki vel upplagður? Jú, ég lét mig hafa það annars næst enginn árangur. Þar hafið þið það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home