26 mars 2006

Dagur tvö á Íslandsmóti

Eins og ég skrifaði um í gær, þá tók ég þátt í fyrsta skipti í mörg ár í Íslandsmóti ÍF í bogfimi, sem keppandi. Ég hef verið dómari og mótstjóri á þessu móti í fjölda ára. Jæja, ekki var árangurinn til að hrópa húrra fyrir frekar en í gær. Á tímabili var úthaldið alveg að bila, en þá var bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Maður verður víst í þetta skiptið að taka viljann fyrir verkið. Nú þýðir ekkert annað en að bretta upp ermarnar og fara að æfa almennilega og skipulega. Ekki orð um þetta meir, en úrslitin má sjá á Íslenska bogfimivefnum .
Annars bara fínn dagur eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home