13 mars 2006

Viðburðarík helgi

Þetta er búið að vera viðburðarík helgi, ég þurfti að leysa leikara í Halaleikhópnum af vegna forfalla. Á fimmtudaginn var vorum við félagarnir í SJER að æfa í mestu makindum þegar leikstjóri sýningarinnar hjá Halanum kom að máli við mig og spurði "hvort ég gæti hjálpað sér". "Með hvað" spurði ég. "Leysa hann Örn af en hann veiktist" sagði hann. Eftir smá fortölur samþykkti ég þetta þar sem ég vissi að "rullan" var ekki stór. Mér var síðan dempt á sviðið daginn eftir á generalprufu þar sem ég stóð og bullaði eitthvað að mér fannst, en meiningin var víst nokkuð rétt. Daginn eftir var síðan frumsýning og gekk hún í alla staði vel, og ég held að textinn hjá mér hafi verið nokkuð réttur. Ég ætla að skella mér fljótlega á sýningu og fá að njóta þess að hlæja svolítið en stykkið er mein fyndið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home