26 febrúar 2006

Þokkalegur árangur

Í gær tók ég þátt í innanfélagsmóti ÍFR í bogfimi og miðað við hversu lítið ég hef æft held ég að árangurinn hafi bara verið nokkuð viðunandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi með Compound boga og var það alveg nýtt fyrir mér. Undirbúningur fyrir Íslandsmót er í fullum gangi en það verður helgina 25 og 26 mars. Hvort ég keppi þar eða verð mótstjóri verður tíminn bara að leiða í ljós. Mig langar óneitanlega að keppa einu sinni fyrst maður er byrjaður að æfa aftur.
Af okkur hér er hins vegar allt gott að frétta Sigga er öll að koma til svo vonandi er þetta stífluvandamál hennar búið í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home