15 febrúar 2006

Á ég að nenna að fara?

Þessir dagar núna eru hverjum öðrum líkir og því ekki mikið til að skrifa um. Svo er líka hálfgerð gúrkutíð finnst mér þessa dagana.
Um næstu helgi verðum við hjónakornin á árshátíð TR en við höfum verið frekar löt við að fara á undanförnum árum.
Það er að brjótast um í mér hvort ég á að nenna að standa í því að mæta á félagsfund hjá ónefndum stjórmálaflokki í kvöld - svei mér þá ég held að ég nenni ekki að fara. Hvurslags vitleysa er þetta drengur, þú getur ekki haft áhrif nema þú mætir og hana nú. Þessi síðasta fullyrðing dundi á mér hérna í eina tíð þegar ég sýndi letitilburði eins og núna. Það er vissara að vera samkvæmur sjálfum sér og fara því alltaf hef ég verið að brýna fyrir öðrum að sitja ekki hjá heldur taka þátt. Það er víst eina leiðin til að geta breytt einhverju í þessu samfélagi okkar. (Dj.... er maður góður núna ;-).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home