25 mars 2006

Ekki mótstjóri á Íslandsmóti heldur keppandi

Ég hugsaði með mér áðan, "hvurn andsk.... er ég að gera" þegar ég var í fyrsta skipti í ein 10 ár keppandi á Íslandsmóti ÍF í bogfimi. Það var allt í skralli hjá mér sigtið á boganum var úr lagi og allt gekk á afturfótunum. Þegar nokkuð var liðið á mótið náði ég að koma sigtinu í lag og þá fór stigatalan strax uppá við. Vonandi verður árangurinn á morgun betri.
Það var nokkuð undarlegt að vera staddur á miðri skotlínunni, en félagar mínir hvöttu mig áfram. Ég var nokkuð hræddur um að ég myndi bila á úthaldinu, en þetta gekk allt eins og í sögu.
Þessi dagur hefur samt verið andsk.. erfiðari en ég fór að vinna snemma í morgun og fór svo beint í keppnina á mótinu og það er ekki góð blanda.
Ísleifur og Jón Heiðar stóðu sig vel sem mótstjórar og skotsjórar, ég er greinilega ekki ómissandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home