06 febrúar 2006

Latur við að skrifa


Mikið hefur maður verið latur við að skrifa undanfarið það er ekki það að ekkert hafi gerst, það hefur bara ekkert merkilegt verið að gerast hjá mér. Ekki nenni ég að fara að tína upp umræðuna um vandræðin sem "danskurinn" er búinn að koma sér í. Þar hefur margt mis gáfulegt komið fram. Undir næstu helgi þarf ég að leggja land undir fót, þarf að skreppa austur á Egilsstaði, vegna vinnunar en fer svo heim aftur daginn eftir. Hefði alveg getað hugsað mér að stoppa aðeins lengur en þarf að vera á Þorrablóti þann 11. Það verður eflaust hin besta skemmtun eins og hingað til.
Í gær þá hittust Vegmóðs félagar heima hjá okkur, en það er einn elsti gönguklúbbur landsins gæti ég trúað - stofnaður 1968. Samanstendur hann af ættingjum konunnar minnar. Þau minntust einhverntíma á að þau hefðu þótt skrýtinn þegar þau byrjuðu á þessu. Við Sigga höfum ekki oft skellt okkur með en gerðum það í rigningunni í gær. Mér varð hugsað til þess að betur hefði nú verið að fresta göngunni um eins og klukkutíma þá hefði maður ekki orðið svona fjári blautur. Það er samt enginn verri þótt hann vökni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home