13 janúar 2006

Af siðaboðskap og heilsufari


Jæja, hvað á maður að bulla um núna, ég hef í sjálfu sér engu við að bæta umræðu síðastliðinar viku um þetta DV mál, sem tröllreið öllum fréttum. Jú, ég viðurkenni það að ég var einn af þessum 32.000 sem skrifaði undir áskorun þess efnis að nú væri komið nóg. Sé samt svolítið eftir því og get að mörgu leiti tekið undir með Merði Árnasyni. Alltaf gott að vera vitur eftirá. Það er búið að berja á DV fyrir að fylgja ekki siðareglum blaðamannafélagsins, þær eru ekki margar sjá hér.
Hins vegar er það af mér að frétta að ég hef verið frá vinnu í heila viku, fór að finna fyrir óþæginum í vinstri ökla í síðustu viku sem keyrði síðan alveg um þverbak sl. sunnudag. Fór til læknis á miðvikudag eftir að ég fór að skána aðeins, og úrskurður hans var "bólgin liðbönd" og bað hann mig um að taka "því rólega næstu 2 - 3 daga", sem ég og hef gert. Annars allt í "gúddí" eins og einn góður maður sem ég þekki segir oft.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home