14 september 2004

Hreint engin vitleysa

Hefðbundinn dagur í dag, frekar rólegt í vinnunni. SJER æfing að vanda og tókst hún bara nokkuð vel, alla vega skemmtum við okkur vel. Siggi kom með gamalt Kinks lag sem er náttúrulega skilda allra bassaleikara að kunna, enda kunni ég það. Eftir að hljómsveitaræfingunni lauk var tekið til við að lesa stuttverkið Prinsípp sem við Ásdís Úlfars erum að glíma við og tókst það bara nokkuð vel hjá okkur. Þar sem Sigga var ekki heima þá nennti ég ekki heim strax eftir æfingu en leit í heimsókn niður í Íþróttahús og spjallaði við bogfimifélagana sem þar voru á æfingu. Mér finnst ég reyndar alltaf vera að svíkjast undan merkjum þegar ég kíki þar við vegna þess að ég hef ekki snert á boganum í mörg ár svo heitið geti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home