05 september 2004

Lokadagurinn á ferðinni

Dagurinn var tekin snemma og byrjuðum við á því að skreppa inn í Lón eins og hægt var að fara með góðu móti á venjulegum fólksbíl. Veðrið var alveg frábært. Þar skoðuðum við okkur um dágóða stund en héldum síðan í átt til Hafnar í Hornafirði og tókum þar bensín. Síðan var haldið sem leið liggur í átt til Reykjavíkur með stuttum stoppum. Fyrst var stoppað á Skeiðarársandi og skoðaðar leifarnar af brúnni yfir Gígju. Haldið var síðan sem leið lá að Kirkjubæjarklaustri og fengum við okkur þar að borða. Þar hitti ég góðan félaga minn úr Esjunni og urðu náttúrulega fagnaðarfundir. Eftir að við höfðum snætt var haldið áfram og stoppað næst í Reynishverfi til að skoða brimið í fjörunni þar. Eftir að hafa áð þar góða stund var haldið áfram en við höfðum ákveðið að fara Þingvallahringin heim og koma við í sumarbústað "slektarinnar" og skoða framkvæmdir en þar er verið að taka allt í gegn. Eftir stutt stopp þar var haldið heim á leið og urðum við því fegnust eftir erfiðan dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home