09 september 2004

Allir dagar eins

Nú verður ekki annað sagt en að gamla góða rútínan sé kominn á fullt. Þið vitið "vinna, éta, sofa". Það gerist raunar ekkert annað. Stjórn Esjunnar kom samann áðan og ræddi væntanlegt Kiwanisþing sem haldið verður í næstu viku í Mývatnssveitinni. Maður er eins og landshornaflakkari þessa daganna á milli landshluta.
Niðurstaðan kom úr rannsókninni, smá sýking ekkert sem ekki er hægt að meðhöndla með lyfjum. Þannig að nú verð ég að rölta einn ganginn enn út í apótek eftir lyfjum. Ég held að þær séu farnar að þekkja mig stelpurnar í apótekinu ég er búinn að vera svo oft þar uppá síðkastið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home