21 júlí 2005

Bloggað í ár

Það er orðið nokkuð langt síðan hér hefur verið skrifað. Það á sér augljósa skýringu, það er fjandakornið ekkert merkilegt að gerast. Dagarnir hverjum öðrum líkir, sama gamla rullan
  1. vinna
  2. éta
  3. sofa
Ekki er þetta nú merkilegt. Jæja, en nóg um það, spilamennskan um síðustu helgi tókst mjög vel og ég held að allir hafi skemmt sér hið besta. Reyndar voru sumir gestirnir orðnir ansi drukknir þegar ballinu lauk. Hvað um það við skemmtum okkur hið besta.
Ég var að fatta það að nú er um það bil ár síðan ég byrjaði að bulla hér á vefnum, en löngu búinn að renna á rassin með það að "blogga" á hverjum degi. Það verður þá að vera eitthvað til að blaðra um. Einhvern tíma hef ég rætt það hvers vegna ég byrjaði á þessu en það var í tengslum við spítalaveru fyrir ári síðan. Ekki óraði mann fyrir þá að þetta entist í ár. Fyrir utan það hvað margt hefur gerst síðan þá. Nú eru samt horfur á því að endurtaka þurfi sömu aðgerð og ég fór í fyrir ári síðan. Ég fór um daginn og ræddi við lækni vegna þess að mér fannst ekki allt með felldu og hann tjáði mér að það þyrfti að endurtaka þetta. Reyndar verður þetta smávægilegt í samanburði við síðast.
» Enginn sagt sína skoðun

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home