28 júlí 2005

Ekkert flakk á okkur

Við hjónakornin erum löngu búinn að ákveða það að vera ekki á neinu andsk... flakki um næstu helgi. Þetta er rólegasta helgi ársins á höfuðborgarsvæðinu.
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur og ekkert sérstakt að gerast. Við erum óðum að aðlagast nýju umhverfi og verðum ánægðari með hverjum deginum. Loksins hefur maður nóg pláss í kringum sig, það hef ég aldrei haft fyrr. Það er samt verst að ég virðist búinn að leggja undir mig aukaherbergið í íbúðinni, þannig að Sigga þarf að finna sínu dóti einhvern stað. Við leysum það eins og hvað annað. Það er komin nokkur fiðringur í mig vegna væntanlegrar ferðar til Þýskalands, réttara sagt bæjarins Dannenberg við ána Elbu. Meira um það síðar að ferð lokinni, en ég fer þann 19. ágúst næstkomandi. Tókuð þið eftir að ég sagði "ég" Sigga fer ekki með treystir sér ekki í það. Hún er búinn að taka af mér loforð um að koma heim með þjóðbúningadúkku í safnið sitt.
Það verður gestur hjá okkur um helgina svo það ætti að verða fjör í kotinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home