24 júlí 2005

Veðurblíða í Krika á Haladegi

Í gær fórum við Sigga niðrí Krika, sem er sumarbústaður sem er í eigu Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Bústaðurinn stendur við Elliðaárvatn. Þar voru saman komnir nokkrir Halar, sem hafa hist þar einu sinni í mánuði í sumar. Við vorum reyndar með í fyrsta skiptið núna. Við Ragnar Gunnar höfðum sammælst um að hafa með okkur hljóðfæri ef einhver skildi vilja syngja en svo kom Einar Anrésson líka og voru þá mætt 2/3 af SJER. S (essið - Sigurð Einarsson vantaði). Þarna í veðurblíðunni undi fólk sér við söng, spjall hvert við annað og grill. Ekki má gleyma einu, nokkrir félagar tóku sig til og leiklásu nokkur stuttverk með tilþrifum við góðar undirtektir viðstaddra.
Við vorum ekki kominn heim fyrr en undir kl. 21:30. Orðin sólbrennd og alles. Það er eitt sem ég þarf að muna eftir í svona veðráttu eins og í gær, en það er að hafa með mér húfu annars brenn ég á skallanum. Árni Sal bjargaði mér í gær með því að lána mér forláta sjóhatt sem hann fékk austur á Hornafirði. Takk fyrir það Árni.
Ég held að hún Ása Hildur fyrirgefi mér alveg þó ég setji krækju á hennar blogg hér til að sýna ykkur myndir frá gærdeginum, en veðrið var einstakt, og svo er staðurinn bara svo fallegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home