22 október 2005

Fyrsti dagurinn í Føroyjum



Vaknaði upp úr ég veit ekki hverju. Byrjar þá fyrsti dagurinn svona. Ekki líst mér á ástandið á kallinum. Vinstri lúkan kramboleruð sprungin vør og ég veit ekki hvað. Best að fara að drífa sig út í gøngutúr og hafa ekki áhyggjur af þessu.
Meira seinna í dag.
Við vorum sóttir um fjøgur leitið nú skildi halda til veislu. Ekið var sem leið lá með okkur út í Fuglafjørð.
Nú kann einhver að spyrja hvaða var verið að fara, jú í stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbunum í Færeyjum. Þetta varð mikil veisla, mikið sungið og gamann.
Að veislu lokinni var haldið til Gøtu þar sem stansað var stutt við, í félagsheimili Eysturøyja klúbbsins. Undir miðnætti kom "langferðabíll" (ekki rúta) og sótti okkur og ók okkur til Tórshavn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home