28 október 2005

Veturinn kominn

Nú veit ég að það er kominn vetur. Hann er kominn þegar ég fæ tilfinninguna fyrir því að nenna alls ekki á fætur. Lít út og það er skítaveður úti eins og var í morgun. Mig langaði mest til að breiða sængina uppfyrir haus og halda áfram að sofa.
Það var nokkuð hált í morgun en ég var snemma á ferðinni. Umferðin ofan að silaðist áfram en allir komust klakklaust hingað í bæinn. Ég held að allir Mosfellingar hafi svei mér þá verið snemma á ferðinni í morgun. Vinnufélgi minn einn sem býr uppá Kjalarnesi sagðist aldrei hafa verið jafn lengi í vinnuna. Hvernig skildi manni ganga heim í föstudagsumferðinni á eftir?
Mér gekk nú bara nokkuð vel heim aftur, þó veðrið væri mun verra en um morgunin. Ferðin tók samt u.þ.b. 45 mínútur. Dolli mágur slapp ómeiddur frá því að fjúka útaf á Kjalarnesinu en hann ekur strætó þangað, sem betur fer var hann einn í bílnum.

2 Comments:

At 16:53, Blogger Ása Hildur said...

Komst upp um þig bloggar í vinnunni ;-)

 
At 19:15, Blogger Jón Eiríksson said...

Það ætti að vera leyfilegt í matartímanum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home