30 október 2005

Náðug helgi

Þetta er búinn að vera náðug helgi. Reyndar var ég aðeins í vinnu í gær, en það var það stuttur tími að það tekur því varla að minnast á það. Eiginlega hefur ekkert gerst merkilegt svo maður hefur ekki frá mörgu að segja. Held að ég sé að þessu fyrst og fremst til að drepa tímann, heyri í Siggu þar sem hún talar í símann inni í stofu. Það er aldeilis að hún getur malað. Ekki get ég malað svona mikið í símann, reyndar hefur mér alltaf leiðst að tala í síma, en þarf þó að vera að þessu meira og minna allan daginn. Af hverju í andsk...... er maður að láta hafa sig útí svona vitleysu. Jú maður verður að hafa í sig og á er það ekki?
Það er best að fara að hætta þessu núna og fara að gera eitthvað þarfara. Kannski ætti maður bara að vera latur og leggja sig er það ekki bara lang best? Æi, jú ég held það - meira seinna þegar ég nenni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home