19 desember 2005

Að byrja uppá nýtt - eða hvað

Ég hef verið að hugsa, hvað ég á eiginlega að gera með þessa síðu mína. Ég er að verða eitthvað svo strand með hana. Ekkert er að gerast sem vert er að segja frá, reyndar var kannski meiningin að láta hér allt flakka. Einhvern veginn hef ég aldrei náð því að byrja á því almennilega.
Maður þarf að byrja á því að punkta hjá sér svona hugdettur. Það er kannski best að byrja og snúa alveg við blaðinu.
Mikið er annars gaman að lesa greinar þar sem menn tapa sér alveg í pólitískum rétttrúnaði, það má ekki segja hlutina svona heldur hinsegin. Undarlegust verður lesningin þegar viðkomandi hefur ekki hundsvit á því málefni sem hann er að skrifa um.
Það sem mest er greinilega skrifað um á blogginu í dag er þetta með prestin og jólasveininn, ég sem hélt að prestum ásamt lögfræðingum væri greitt fyrir að "ljúga".
Annars var ekki alveg meiningin að hætta að skrifa um það sem hér gerðist. Sigga hélt heljarinnar afmælisveislu á laugardaginn og voru held ég um 12 manns þegar mest var, þó var hún bara já best að tala ekki um það, en það verður stórt næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home