16 desember 2005

Jólaundirbúningur á fullu

Átakalaus vika er liðin, reyndar var upphaf hennar frekar rólegt hjá mér þar sem ég lá í flensuskít framan af vikunni.
Ég var að koma af árlegum jólafundi Kiwanisklúbbsins Esju og var hann fjölmennur. Man ég ekki til að mæting hafi verið svona góð í mörg ár. Hvort maginn á mér þolir hangikjötsveislu tvisvar sama daginn verður að koma í ljós, en það var jólamatur í vinnunni í dag. Alla vega er maður ekki illa haldinn.
Hún Sigga mín verður árinu eldri á morgun og er nú að skreyta og snurfusa hér um allt, en það hefur verið venja hjá henni lengi að jólaskreytingarnar flestar skuli vera komnar upp á afmælinu hennar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home