21 desember 2005

Hvað eru hinir að bulla á blogginu?

Núna hefur maður bara legið yfir því sem allir hinir hafa verið að bulla, en datt þó niður á þetta Podcast svona til að koma manni í jólaskapið. Þetta er hin ágætasta syrpa. Merkilegt fyrirbæri þetta, ég hef dottið niður á fantagóða tónlist bara ef maður nennir að Googla svolítið, svo er þetta bara svo fjári gott form. Kannski maður eigi eftir að gera eitthvað svona sjálfur seinna meir. Gaman var að heyra hugleiðingar Salvarar Gissurardóttur um hvaða íslenskt orð ætti að nota yfir þetta fyrirbæri, þó ekki litist mér á hugmyndirnar sem þar komu fram.
Heimsótti mömmu gömlu í dag, hélt að hún væri að fara austur á morgun, en hún fer ekki fyrr en í vikulok. Sigga var hjá henni og hélt henni félagsskap. Annars bara góður dagur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home