23 desember 2005

Jólin að koma


Það er greinilegt að jólin eru að koma, það er ekkert að gerast í bloggheimum annað en menn senda jólakveðjur þvers og kruss. Þetta eru dagarnir þar sem allt er í lægð og ekkert gerist. Ég held að við hérna í "sveitinni" séum búin að öllu og nú er bara að koma öllu á sinn stað.
Skrapp í bæinn áðan með Siggu en hún þurfti að erindast smá og ég notaði tækifærið á leiðinni heim til að kaupa jólagöfina hennar. Þá er sá höfuðverkurinn búinn. Á heimleiðinn var litið til mömmu, en Sigga vildi hitta þær, (mömmu og Ingibjörgu) áður en þær færu austur.
Sigga er farinn að bauka við að skreyta jólatréð, það verður hennar deild. Þetta er reyndar í fyrsta skipti núna í þrjú ár sem við erum með jólatré, það var bara ekki pláss þar sem við vorum áður. Nú er aftur á móti nóg pláss til að hafa tré. Skildi hún nokkuð vera búinn að gleyma þessu þ.e. hvernig á að skreyta jólatréð? Það tókst að skreyta tréð eftir smá bras og hjálp frá mér og það lítur svo ljómandi vel út.
Nú er bara eftir að setja upp sparifésið og vera hlíðinn og góður strákur yfir jólinn.
Veit ekki hvort ég skrifa eitthvað hérna yfir jólin ef ekki þá óska ég öllum sem hafa haft fyrir því að lesa þetta gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home