03 apríl 2006

Leiksýning og flakk um Reykjanesið

Þetta er búinn að vera rólegheita vika og þess vegna ekki verið ástæða til að skrifa mikið. Jæja, en hvað um það hefur samt ýmislegt gerst. Við fórum hjónakornin og sáum Pókok í flutningi Halaleikhópsins sl. laugardag. Hvet alla til að sjá þá sýningu hún er alveg þess virði.
Í gær fórum við í nokkuð góðan túr um Reykjanesið. Fyrsti áfangi ferðarinnar var í Voga og litum þar inn hjá gömlum vinnufélaga. Næsti áfangi var Hafnir, en þangað hef ég ekki komið í fjöldamörg ár. Heldur finnst mér það nöturlegt pláss, kannski var það bara árstíminn og allt rykið sem gerði það svona nöturlegt. Þaðan var síðan haldið sem leið liggur í Grindavík. Veðrið var hið fegursta en ansi var hann kaldur samt.
Þar sem hér var um algjöra skyndiákvörðun að ræða þ.e. að fara í þennan bíltúr, þá náttúrulega gleymdist að hafa með sér myndavél og því eru engar myndir til úr túrnum. Ég held að ég fari að geyma vél bara í bílnum eða þannig. Góður túr og fínn endir á góðum degi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home