10 apríl 2006

Tvö mót um helgina

Þetta fer nú að verða hálf lélegt, mesta lagi skrifað hér einu sinni í viku. Svona er þetta bara þegar lífið er fallið í fastar skorður og ekkert merkilegt að gerast.
Núna um helgina tók ég samt þátt í tveim bogfimimótum þ.e.a.s. sem keppandi, annað var Íslandsmót ÍSÍ sem haldið var sl. laugardag hitt var svokallað forgjafarmót, en þá fengu allir þátttakendur ákveðna forgjöf sem miðast við frammistöðuna daginn áður en þetta forgjafar mót var haldið í gær. Það verður að segjast eins og er að árangurinn í fyrradag var mun betri heldur en á Íslandsmóti ÍF. Á forgjafarmótinu var ég með 15 í forgjöf og varð ég nokkuð sáttur við útkomuna.
Niðurstaða þess móts verður birt á morgun væntanlega.
Þetta er nú það helsta sem á dagana hefur drifið fyrir utan þetta hefðbundna vinna, éta og sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home