12 júlí 2006

Af kjaftaskúmum

Einhverntíma var sagt að "illt umtal er betra en ekkert", nú á þetta greinilega við um mig. Alla vega fæ ég þær fréttir úr Krika að þar hafi það borið á góma s.l. sunnudag að ég hafi verið "blindfullur í heila viku" uppí Munaðarnesi nú á dögunum. Ja, nú sést best hverjir eru vinir manns og hverjir ekki.
Ég læt mér alla vega svona kjaftasögur í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar þær koma frá einstaklingum sem ekki greina á milli draums og veruleika. Þeir taka það til sín sem eiga.
Annars talandi um Krikan, þá er gaman að sjá að nýja húsið er komið þangað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home