09 júlí 2006

Skroppið í bíltúr - öfugur Þingvallahringur

Skruppum í góðan bíltúr í gær (laugardag), sem byrjaði reyndar á því að ná í mömmu niðrá Hrafnistu, en hún er ný flutt þangað. Þaðan lá leiðin út úr bænum. Við Sigga höfðum ákveðið að fara með þá gömlu austur fyrir fjall og upphaflega var stefnan tekin á Hveragerði. Á leiðinni ákváðum við samt að fara í kaffi á Hafið bláa, en það er veitingastaður sem er við ósa Ölfusár við brúna að vestanverðu. Þar áttum við notalega stund við kaffihlaðborðið. Við ákváðum að fara síðan lengri leið heim byrjuðum á því að renna upp á Selfoss. Þaðan var svo farið sem leið lá framhjá Þrastarlundi og beygt inn á Þingvalla leiðina. Fórum svo í gegnum Þingvelli, stoppuðum aðeins á nýja tjaldstæðinu í Vatnskoti, skoðuðum þar aðstöðu sem þar er kominn. Þarna við vatnið fékk ég þær bestu fyrirstætur sem ég hef lengi haft til að mynda en það voru 10 litlir andarungar. Þeir voru svo gæfir að það var hreinasta skemmtun að mynda þá. Fórum síðan sem leið lá yfir Mosfellsheiði til Reykjavíkur. Skiluðum það mömmu af okkur og héldum heim. Sú gamla var ánægð með túrinn, og þar með var takmarkinu náð. Svona í lokin allir skoða þetta myndband.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home