26 júlí 2006

Myndavélin á lofti

Ég er búinn að vera að mynda óvenju mikið undanfarið. Því hef ég sett kræju hér á síðuna neðst þar eru myndir, sem eru vistaðar á www.flickr.com þangað hef ég verið að henda inn myndum sem ég hef verið að taka á svona græju undanfarið. Þetta safn á eflaust eftir að taka miklum breytingum, því ég hendi væntanlega meirhlutanum út aftur. Það er bara svo andsk.... gaman að fást við þetta og þá sérstaklega eftirvinnslu mynda. Það er eins og maður sé kominn aftur í myrkrakompuna, án myrkursins. Hugsa sér ekkert sull með vökva eða eiturefni allt á stafrænu formi. Ég er rétt að byrja að fikta við þessa vél þó ég sé búinn að taka vel á 900 myndir á hana.
Nú er ég farinn að telja niður dagana þangað til ég kemst í frí, en fyrst ætla ég að njóta samverustunda með systkinum mínum en við verðum öll hér á suðvestur horninu um næstu helgi. Það er orðið langt síðan við höfum hist öll.
Uppúr miðjum ágúst verður svo lagt væntanlega í ferð vestur á firði. Það eiga eflaust eftir að birtast einhverjar myndir þaðan þegar þar að kemur. Meira um það síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home