20 júlí 2006

Góðviðri - já og nei

Það er ekki andskotalaust að þurfa að vera að vinna í þessi fáu skipti sem sólinn lætur sjá sig hérna á suðvestur landinu. Það er nú ekki eins og það sé neinum gríðarlegum hita fyrir að fara. 13° hér í Reykjavík.
Bölvaði mér ógurlega áðan, en ég ætlaði að taka myndavél með mér í morgun og mynda heimsins stærsta seglskip á eftir. Það verður víst að bíða, nenni ekki að keyra 30 km til þess að nálgast vélina.
Stundum held ég að fólk og fjölmiðlar sé orðið stór undarlegt sbr. þetta. Það er greinilegt að við höfum fjarlægst ansi mikið umhverfi okkar síðustu áratugina.
Þegar ég var búinn að vinna um kl. 5 í dag þá skaust ég niðrí Hátún 14 og skaut nokkrar umferðir og tókst bara nokkuð vel til. Var nú einn mest allan tíman en þó kom Guðmundur Þormóðs um 6 leitið. Þetta var ágætis endir á annars góðum degi held ég.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home