Kominn heim

Vitiði hvað það er andsk.... erfitt að skrifa á íslensku á lyklaborð sem ekki er gert fyrir ástkæra ylhýra. Það er fjandi flókið. Í dag tókum við ferðafélagarnir þessu rólega, fór snemma í morgun og náði í myndina sem ég hafði keypt, ekkert mál að ná í peninga í Føryjabanka. Það gekk glatt. Síðan var dagurinn tekinn rólega en við fórum tímalega út í Vaagar á flugvöllinn. Heim komum við svo eftir rúmlega klukkutíma flug heildu og höldnu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home