26 september 2006

Lítið að gerast

Það mætti halda að maður væri "dauður" ekkert verið skrifað hér í langan tíma. Málið er bara það að það er eiginlega ekkert í frásögur færandi. Hver dagurinn er öðrum líkur. Ég er að skoða núna nýtt vefverkefni sem ég segi frá síðar eftir því sem því vindur fram. Það er nú eiginlega það helsta sem ég er að snúast í núna fyrir utan náttúrulega vinnuna.
Læt hérna fylgja með eina mynd sem ég var að vinna núna á dögunum.

11 september 2006

Tónleikarnir og land sem er að hverfa

Tónleikarnir hjá Herði á föstudagskvöldið voru stórgóðir eins og við var að búast. Þessi helgi hefur verið róleg Sigga búin að vera veik með kvef og hita. Það er einhver ansans lumbra í mér og Sigga liggur enn.
Mig langaði til að benda á þessa síðu en þar er að finna stórgóðar myndir teknar fyrir austan, af því svæði sem er að hverfa undir Hálslón. Það er víst síðasti séns að skoða þetta landssvæði.

07 september 2006

Fastir liðir eins og venjulega

Við höfum tekið því mest rólega eftir að fríinu lauk. Ég byrjaði að vinna strax um mánaðarmótin og þar er allt í föstum skorðun. Hinsvegar eru haustverkin alltaf eins félagsmálastarfsemi á fullu og nóg að gera.
Við ætlum hjónakornin að fara á tónleika Harðar Torfa annað kvöld í Borgarleikhúsinu og á ég ekki von á öðrun en það verði upplifun.