23 september 2008

Komin heim frá Finnlandi


Þá er maður víst kominn heim frá Finnlandi, þetta var ágætis túr. Hvað ég var að flækjast þar? Þetta var norrænt almanna-trygginganámskeið, en þau eru haldin með reglubundnu millibili. Nokkrar myndir úr túrnum er að finna á Facebook. Stoppaði stutta stund í Køben á leiðinni heim og hitti Jón Arnar, Ingunni og Eirík og að sjálfssögðu nýjasta frændan hann Viktor Bjarkar.
Nú er félagsmála törnin að byrja á  fullu og var ég við stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Elliða var það hin notalegasta stund. 
Héðan úr sveitinni er allt gott af okkur að frétta. Næstu helgar verða undirlagðar af námskeiðum í bogfimi en ég er að kenna þar ásamt félaga mínum honum Inga Bjarnar. Fullbókað er á námskeið fram í nóvember. Sem sagt alveg nóg að gera og engin þörf á að kvarta yfir aðgerðarleysi.

12 september 2008

Heimurinn ekki farinn til fjandans ennþá ??

Er heimurinn að farast ef þið vitið það ekki þá er svarið hér. Það er greinilegt að sumir hafa húmorinn í lagi.

Það hefur orðið mikið grín á vefnum í kringum þessa tilraun CERN


Annars er ég að skreppa til Finnlands núna á sunnudaginn og verð fram á fimmtudag.