28 október 2004

Námskeið og önnur félagsmálastarfsemi

Jæja, þá er starfsemi Halans að fara í fullan gang, fundur var haldinn í gær með þeim sem taka ætla þátt í leiklistarnámskeiðinu og gekk sá fundur vel. Gerð var námskeiðsáætlun og er hægt að sjá hana á vefsíðu Halans. Ég ætla að halda mig fjarri þessu sinni til að geta sinnt mínu hlutverki sem gjaldkeri leikhópsins.

Það verður stjórnarfundur í Esjunni í kvöld, ég vona að þeir félagar mínir sem fóru til Færeyja um síðastliðna helgi hafi skemmt sér vel en ég því miður komst ekki með.
Reyndar er búið að fresta fundinum en ég frétti að þeir félagarnir hefðu skemmt sér hið besta í Færeyjum. Nú sér maður framá náðugt kvöld sem hægt er að nýta í eitthvað annað þarflegt.

26 október 2004

Fínn dagur

Dagurinn í gær var ósköp notalegur dagur, engin stórátök eða þannig. Stjórn CP félagsins kom saman í gær. Eftir þann fund settist ég niður og smíðaði nýja félagaskrá þ.e. setti hana upp í almennilegum gagnagrunni og er það verk nánast búið. Ansk.. hvað manni gengur stundum vel að vinna undir miðnættið. Ég held að best væri fyrir mig að snúa sólarhringnum við. Annars er þetta alltaf þannig að ef maður réttir út litla putta þá fer hendin af við öxl.
Ég á ekki von á öðru en við SJER félagar hittumst á eftir til æfinga og ætti það að kæta geð allra hlutaðeigadi eða þannig.
Æfingin hjá okkur félögunum tókst mjög vel og var ekki að heyra að það hefði verið hálfur mánuður síðan við spiluðum saman síðast.

24 október 2004

Allt búið og í rólegheitum

Mikið er nú fjári gott að hafa stundum ekkert að gera. Reyndar hefur ýmislegt gerst í dag. Ég og varformaður Halans gengum frá nokkrum plöggum í dag sem gætu útvegað okkur góðan pening fyrir næsta vetur þ.e.a.s. Halaleikhópinn ekki veitir af því að allt kostar þetta peninga. Við fórum reyndar einnig niðrí Borgarleikhús og hirtum dótið sem við skildum eftir í gær þ.e. leikmyndina og fl. Ég er reyndar ágætlega sáttur við stuttverkahátíðina í gær, nema þetta kjaftæði síðast þ.e. gagnrýnina í restina, sem mér fannst hreinlega vera á röngum forsendum. Ekki orð meira um það á þessum vettvangi.

23 október 2004

Spennan magnast

Æfingin í Borgarleikhúsinu tókst 100% lýsing og hljóð algjör snilld djö.. getum við stundum verið klár.
Stelpurnar voru vikilega fínar. Nú er bara að sjá hvernig til tekst í kvöld maður er ekki alveg laus við smá fiðring.

22 október 2004

Spennan magnast fyrir morgundaginn

Þessa dagana er ekki mikið að gerast, þessi hefðbundna rútína þið vitið... Aftur á móti þá ber við nýrra á morgun, snemma í fyrramálið þarf ég að fara uppí Borgarleikhús og undirbúa sýningu okkar (Halaleikhópsins), sem vera á þá um kvöldið. Sýning okkar verður sú fjórða á Stuttverkahátíðinni Margt smátt. Ég held að við hefðum ekki getað fengið betri tíma ekki of snemma og ekki of seint. Meira um þetta á morgun.

20 október 2004

Ekki glott út í annað

Maður er ekki beint frýnilegur þessa dagana, ég nefnilega braut framtönn í gær. Það er þó bót í máli að þetta var gervitönn sem auðvelt er að bæta. Fæ væntanlega nýja á föstudag - en þangað til er maður heldur ófrýnilegur eða þannig.

19 október 2004

Sjálfum sér verstur - stundum

Eitthvað er maður farinn að slappast í því að skrifa daglega. Það er náttúrulega vegna þess að dagarnir eru hverjum öðrum líkir og því ekki frá neinu spennandi að greina. Það má líka nota svona síður til að skrifa sig frá vandamálum, vanlíðan eða bara einhverju öðru sem er að angra mann í það og það skiptið. Þannig byrjaði þessi síða, og virkaði vel. Hvað hefur maður svo sem betra að gera en að tjá tilfinningar sínar og líðan. Þið þekkið öll frasan sem við notum þegar við erum spurð hvernig okkur líði. Sá frasi er oftast helv... lýgi við einfaldlega þorum ekki að segja satt og rétt frá. Er ég kominn út á hálan ís? Kannski - það er kannski betra að ræða þessi mál við sína nánustu fyrst heldur en að varpa þeim svona út í loftið. Ekki það að eitthvað sérstakt sé að hrjá mig þessa dagana heldur var ég aðeins að hugsa hvers vegna ég byrjaði á þessu og að dagurinn hafði ekki verið neitt spennandi.

17 október 2004

Skrall og ættfræði

Eftir gærdaginn ætti maður bara að segja æiiii.
Nei skrallið í gær var ekki sem verst þó veit ég ekkkert hvernig ég komst heim. Mig minnir að ég hafi þurft að styðja við hús á Rauðarárstígnum meðan ég talaði við konuna og gamla vinkonu í símann. Að öllu gamni slepptu þá var líka haustfagnaður á vegum Sjálfsbjargar (16.10) og ég og betri helmingurinn vorum þar. Þetta varð andsk.... gott skrall og allir komust óskemdir frá því.
Við Laufey systir áttum gott samtal um ættfræði og í hvaða ógöngur hún getur leitt okkur. "ég er afi minn" eða þannig. Meira um það síðar eða þannig.

15 október 2004

Gott skrall framundan?

Stundum eru dagarnir þannig að það er nánast ekki þess virði að fara á fætur á morgnana. Ég held að dagurinn í gær hafi verið einn af þeim. Gamla rútínan vinna, éta og sofa ekki merkilegra en það. Reyndar hélt ný stjórn Esjunnar sinn fyrsta stjórnarfund í gær sem var svo sem í lagi en ekkert meira en það.
Einhvern tíma sagði ég það hérna að ég ætlaði aldrei að fjalla um vinnuna en geri þó undantekningu á því hér. Þannig er að seinna í dag ætlum við vinnufélagarnir að hittast og halda uppá 180 ára afmæli (2*50 og 2*40) það er nú ekki það oft sem við gerum okkur glaðan dag samann. Gæti orðið bara gott skrall held ég.

13 október 2004

Hvað gerðist eiginlega?

Hvað gerðist eiginlega hjá mér og mínum í gær? Látum okkur nú sjá, vinna, éta og sofa! Var það eitthvað meira? Nei, svona án gríns þá eru dagarnir núna hverjum öðrum líkir.

Við félagar í SJER hittumst í gær og æfðum góð æfing þar. Varð eftir niðrí Hala vegna þess að ég þurfti að taka mynd eða það hélt ég af leikurum í Portret. Það var svo sem óþarfi því auðvitað gat ég notað ramma úr videomyndinni sem ég tók um daginn og henni skilaði ég til BÍL.

Nú veit auðvitað ekki nokkur kjaftur um hvað ég er að tala málið er nefnilega það að eins og fram hefur komið áður þá verður Halaleikhópurinn þátttakandi í stuttverkahátíð BÍL og Borgarleikhússins þann 23. október næstkomandi og ég þurfti að útvega mynd í leikskrá.

11 október 2004

Tíðindi og þó

Það hefur verið frekar tíðindalítll dagur í dag. Kannski ekki mikið til að skýra frá. Látum okkur sjá hvað hefur eiginlega gerst í dag. Jú, Sigga fékk góðar fréttir en hún fór í rannsókn um daginn vegna skjaldkirtils rannsóknar og niðurstöður voru að berast og það voru ekkert nema góðar fréttir. Bíðum við þetta þarf ég að skoða betur ég eiginlega veit ekkert um hvað ég er að bulla hérna núna. Alla vega þá er lokaniðurstaða úr myndatöku væntanleg eftir viku en þetta lofar allt góðu fyrir hana.

09 október 2004

Mikið upptekin maður

Í gær og í dag hef ég verið upptekin vegna sölu á K-lyklinum og því hefur nánast ekkert verið bloggað hér síðan ég man eiginlega ekki hvenær.
Ég var að fá góðar fréttir áðan en Halaleikhópurinn kom einu verki inn á stuttverkahátíðina Margt smátt sem haldin verður í Borgarleikhúsinu þann 23. október. Nánar á Halablogginu.

07 október 2004

Ritari öðru sinni

Nú er komið að því fyrsti fundurinn í klúbbnum mínum eftir stjórnarskipti og ég ritari næsta starfsár. Þessi fyrsti fundur er líka svolítið merkilegur heimsforseti Kiwanishreyfingarinnar verður viðstaddur fundinn og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá okkur Esjumönnum. Svei mér þá ef hinir klúbbarnir öfunda okkur ekki af þessu svolítið. Tilgangur heimsóknar heimsforseta er að kynna sér K-dags verkefnið sem á 30 ára afmæli á þessu ári.
Annars leggst þetta bara vel í mig því ég veit mjög vel hvað ég er að fara útí hef gert þetta áður. Ég lærði óskaplega mikið á því að vera ritari, sem hefur einnig komið öðrum félögum til góða en það virðist vinsælt að hafa mig fyrir ritara við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

06 október 2004

Tíðindalítill dagur

Nú eru hlutirnir aðeins farnir að róast hjá mér. Meira að segja vinnan var með rólegra móti en dagurinn fór í prófunarfundi (útskýri það ekki frekar). Við félagarnir í SJER hittumst áðan og æfðum. Það er orðið langt síðan við höfum tekið eins góða æfingu og núna.
Kvöldinu hef ég svo eitt í það að taka til í tölvunni hjá mér koma myndum sem hafa safnast upp á diska og þess háttar.
Annars er lítið annað að gera en að fara að koma sér í svefninn, kannski skrifa ég meira seinna í dag en þó ekki fyrr en fyrsta lagi uppúr hádegi. Maður er eitthvað svo tómur núna því miður.
Það var einhver andsk.... "lumbra" í mér þegar ég vaknaði svo ég fór ekkert í vinnu. Ég hef semsagt legið í bælinu í allan dag.

03 október 2004

Náðugur dagur

Þetta er búið að vera svona ekta fínn rólegheita sunnudagur. Við Sigga skruppum í heimsókn til tengdamömmu röltum þangað uppeftir en ég fékk tengdó til að skutla mér niðrí Hátún 12 að sækja bílinn en ég skildi hann þar eftir í gærkvöldi eftir afmælispartí Halans.
Það er búið að brenna DVD disk með stuttverkunum sem við ætlum að senda í keppnina Margt smátt og verður honum skilað á morgun.
Ég held að ég láti hér staðar numið í kvöld.

02 október 2004

Hver tilgangurinn var með þessu bulli (bloggi)

Þegar ég byrjaði að blogga hér fyrir um það bil tveim mánuðum þá var það vegna þess að það voru svo margir að spyrja mig um spítlaleguna og heilsufarið. Í stað þess að vera að segja sömu söguna aftur og aftur þá sagði ég við viðkomandi skoðaðu bloggið mitt. Þetta virðist samt ekki hafa komist til allra svo ég bendi þeim hinum sömu að fletta bara upp heilsufarssögunum aftur. Annars ér ég við hesta heilsu "spræni" eins og smástrákur aftur þannig að aðgerðin heppnaðist fullkomlega sjá eldri færslur eða þaðan af eldra.
Í morgun fékk ég nefnilega símtal sem minnti mig á það hvers vegna ég byrjaði á þessu öllu samann.